Fyrr í dag var sagt frá því að ekkert væri að gerast í málum Marcus Rashford sóknarmanns Manchester United en Bild segir möguleika á öðru.
Rashford er nefnilega á lista hjá FC Bayern samkvæmt frétt í Þýskalandi sem kom eftir hádegi.
Þar segir að Bayern vilji styrkja sóknarleik sinn í sumar og er Rashford einn af þeim sem er til skoðunar.
Bradley Barcola, Luis Diaz, Rafael Leao og Nico Williams eru einnig til skoðunar en ólíklegt er að Bayern geti fengið Williams.
Talið er að Rashford sé ekki efstur á blaði en hann gæti verið ódýrasti kosturinn þar sem United vill fá 40 milljónir punda fyrir hann.