Valur er komið í úrslitaleik Mjólkurbikarsins eftir flottan sigur á Stjörnunni á N1 vellinum í kvöld.
Stjarnan byrjaði leikinn mjög vel en Andri Rúnar Bjarnason komst á blað eftir aðeins fimm mínútur.
Stjarnan hélt forystunni þar til á 37. mínútu en Jónatan Ingi Jónsson jafnaði þá metin og staðan 1-1 í hálfleik.
Það var svo auðvitað Patrick Pedersen sem reyndist hetja Vals en hann skoraði tvö mörk í seinni hálfleik til að tryggja 3-1 sigur.
Valur mun spila við annað hvort Fram eða Vestra í úrslitaleik keppninnar.