Lionel Messi er sagður vera að íhuga eigin framtíð og gæti yfirgefið bandaríska félagið Inter Miami í lok árs.
Messi verður samningslaus í lok 2025 en hann hefur leikið með Miami síðan 2023.
Samkvæmt blaðamanninum Esteban Edul er þessi fyrrum leikmaður Barcelona að horfa í kringum sig og skoðar aðra möguleika fyrir HM 2026.
Messi vill vera í sínu besta standi með Argentínu á HM á næsta ári og er möguleiki á að hann snúi aftur til Evrópu.
Deildin í Bandaríkjunum er alls ekki sú besta og gæti það hjálpað sóknarmanninum að komast í betri deild fyrir HM næsta sumar.