Darren Fletcher er að taka að sér nýtt starf hjá Manchester United en hann hefur hingað til verið hluti af teymi aðalliðsins.
Fletcher er fyrrum leikmaður United og ætlar að verða aðalþjálfari í framtíðinni eftir nokkuð farsælan feril.
Skotinn er að taka við U18 liði United og verður sú ráðning staðfest í sumar en hann tekur við af Adam Lawrence.
Fletcher hafði áður unnið með Ruben Amorim, stjóra United, í aðalliðinu en fær nú að taka sínar eigin ákvarðanir með krökkunum.
Fletcher hóf sinn feril sem leikmaður 2003 og spilaði með United til 2015 og vann deildina fimm sinnum.