fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Skulduðu Messi 48 milljónir evra en eru að greiða síðustu greiðsluna

Victor Pálsson
Sunnudaginn 29. júní 2025 17:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lionel Messi mun loksins geta hætt að hugsa um þann pening sem Barcelona hefur skuldað honum undanfarin fjögur ár – frá þessu greinir Sport á Spáni.

Messi yfirgaf Barcelona á frjálsri sölu 2021 og samdi við Paris Saint-Germain en hann átti þá inni 48 milljónir evra frá spænska félaginu.

Barcelona hefur hægt og rólega borgað þessa upphæð til goðsagnarinnar en lokagreiðslan er nú á leiðinni sem er um sex milljónir evra.

Barcelona átti eftir að gera upp samning Messi sem var neyddur í að fara annað á frjálsri sölu vegna fjárhagsvandræða en liðið er á betri stað í dag.

Messi er alls ekki eini fyrrum leikmaður Barcelona sem á inni laun en aðrar stjörnur eins og Sergio Busquets, Samuel Umtiti og Ousmane Dembele lentu í því sama.

Fjárhagsmál Barcelona voru í molum 2021 og þá sérstaklega eftir COVID faraldurinn en félagið er nú að gera upp allar sínar skuldir og stefnir á að greiða þær fyrir árslok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Voru með flugvél klára en hann mætti ekki – Skrifar nú undir hjá Chelsea

Voru með flugvél klára en hann mætti ekki – Skrifar nú undir hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

West Ham afþakkaði það að fá Andre Onana

West Ham afþakkaði það að fá Andre Onana
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina
433Sport
Í gær

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum
433Sport
Í gær

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“