fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Sár eftir að hafa sent vini sínum skilaboð: Vildi bjóða honum á stórviðburðinn – ,,Hafði víst ekki tímann í að svara mér“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 29. júní 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bardagamaðurinn Ilia Topuria hefur viðurkennt það að hann hafi reynt að ná í félaga sinn, Sergio Ramos, fyrir mikilvægan bardaga sem fór fram í gær.

Topuria og Ramos eru góðir vinir en sá fyrrnefndi barðist við Charles Oliveira í nótt í UFC keppninni.

Ramos hafði mætt á síðustu tvo bardaga vinar síns en hann er í dag leikmaður í Mexíkó en er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Real Madrid.

Topuria segir að Ramos hafi einfaldlega ekki svarað skilaboðunum sem hann sendi Ramos og var nokkuð sár vegna þess.

,,Ég veit ekki hvort hann muni mæta, það er langt síðan við ræddum saman,“ sagði Topuria.

,,Ég er búinn að senda honum skilaboð en hann svarar ekki. Hann er minn maður en hann hafði víst ekki tímann í að svara mér.“

Vonandi hefur Ramos góða afsökun fyrir því að svara vini sínum ekki en hann er í dag að spila með félagsliði sínu Monterrey á HM félagsliða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Voru með flugvél klára en hann mætti ekki – Skrifar nú undir hjá Chelsea

Voru með flugvél klára en hann mætti ekki – Skrifar nú undir hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

West Ham afþakkaði það að fá Andre Onana

West Ham afþakkaði það að fá Andre Onana
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina
433Sport
Í gær

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum
433Sport
Í gær

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“