fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Svona var dráttur íslensku liðanna – KA fær erfitt verkefni í Danmörku

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 18. júní 2025 12:24

Mynd: KA/EBF

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búið er að draga í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar, þar sem allt að fjögur íslensk lið gætu tekið þátt.

Fari svo að Íslandsmeistarar Breiðabliks detti úr leik gegn albanska liðinu Egnatia í 1. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar mun liðið mæta Ludogorets frá Búlgaríu eða Dinamo Minsk frá Hvíta-Rússlandi í Sambandsdeildinni, en það varð ljóst eftir dráttinn í dag.

Það er til mikils að vinna fyrir Blika að fara í 2. umferð Meistaradeildarinnar, komast hjá þessu einvígi og vera allavega öruggir með umspilssæti inn í Sambandsdeildina. Fari þeir áfram gegn Egnatia mæta þeir Lech Poznan í næstu umferð Meistaradeildarinnar.

Ljóst er að bikarmeistarar KA koma beint inn í 2. umferðina og fær iðið erfitt verkefni gegn danska liðinu Silkeborg. Þess má geta að heimaleikur liðsins, seinni leikurinn í rimmunni, fer fram á Akureyri eftir að UEFA veitti fyrir því undanþágu.

Sigri Víkingur einvígi sitt við Malisheva frá Kósóvó fer liðið til Vllaznia í Albaníu, sem Valur sló út í fyrra, eða Daugavpils frá Lettlandi.

Valur mætir þá Zalgiris frá Litháen eða Penybont frá Wales, slái liðið út Flora Tallin.

Leikir íslensku liðanna
Ludogorets/Dinamo Minsk – Breiðablik/Egnatia
Silkeborg – KA
Vllaznia/Daugavpils – Malisheva/Víkingur
Zalgiris/Penybont – Valur/Flora Tallin

Leikirnir fara fram 24. júlí og 31. júlí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Er Messi að fara til Tyrklands til að gera sig kláran fyrir HM?

Er Messi að fara til Tyrklands til að gera sig kláran fyrir HM?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lítil trú á Blikum á eftir

Lítil trú á Blikum á eftir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Salah þarf að funda með landsliðsþjálfaranum – Vill fá hann löngu áður en Afríkukeppnin hefst

Salah þarf að funda með landsliðsþjálfaranum – Vill fá hann löngu áður en Afríkukeppnin hefst