fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Sjáðu myndband af ótrúlegu athæfi – Földu sig inn á salerni í 27 tíma

433
Þriðjudaginn 10. júní 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir belgískir knattspyrnuáhugamenn földu sig inni á salerni Allianz-leikvangsins í Munchen á dögunum til að sjá úrslitaleik Meistaradeildarinnar endurgjaldslaust.

Mennirnir sem um ræðir eru Neal Remmerie og Senne Haverbeke. Birtu þeir myndband af því hvernig þeir fóru af á samfélagsmiðla sína, eins og sjá má hér neðar.

Þeir komust inn á leikvanginn daginn fyrir leikinn, héldu inn á sitt hvorn salernisbásinn og dvöldu þar í 27 klukkustundir. Komu þeir fyrir skiltum sem á sagði að básarnir væru ekki í notkun vegna bilunar.

„Við vorum með mat í töskunni okkar og síminn stytti okkur stundir. Ljósin voru kveikt allan tímann og líkamsstaða okkar var ekki þægileg,“ sagði Remmerie.

Þegar þeir heyrðu að stuðningsmenn PSG og Inter, sem áttust við í leiknum, voru mættir drifu þeir sig út. Þurftu þeir að komast framhjá einni öryggisgæslu enn, miðalausir. Það hafðist.

„Við fylgdumst vel með því hvaða öryggisvörður fylgdist minnst með,“ sagði Remmerie.

Sátu þeir félagar svo með stuðningsmönnum PSG á leiknum og var gleðin mikil, enda vann liðið 5-0.

@neal_senne Inbreken Champions League Finale ⚽️🏆 #fyp #foryou #fy #voorjou #belgium #belgie #viral #nederland #netherlands #championsleague ♬ origineel geluid – Neal & Senne

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stórt nafn til nýliðanna

Stórt nafn til nýliðanna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Er orðinn Sir David Beckham

Er orðinn Sir David Beckham
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Davíð Smári skrifar undir í Njarðvík á morgun

Davíð Smári skrifar undir í Njarðvík á morgun
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Íslands fékk mjög erfiðan drátt í undankeppni HM

Íslands fékk mjög erfiðan drátt í undankeppni HM
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Staðfesta að leikmaður þeirra hafi orðið fyrir hnífaárás – Tíu stungnir um borð í lest á Englandi

Staðfesta að leikmaður þeirra hafi orðið fyrir hnífaárás – Tíu stungnir um borð í lest á Englandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik
433Sport
Í gær

Xhaka græjaði stig fyrir nýliðana í fjörugum leik

Xhaka græjaði stig fyrir nýliðana í fjörugum leik
433Sport
Í gær

Skrifar fallega færslu um pabba sinn eftir að hann opnaði sig fyrir helgi – „Þú ert fyrirmynd og besti faðir sem hægt er að eiga“

Skrifar fallega færslu um pabba sinn eftir að hann opnaði sig fyrir helgi – „Þú ert fyrirmynd og besti faðir sem hægt er að eiga“