fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
433Sport

Staðfestir að Gyokores sé ekki á óskalistanum

Victor Pálsson
Laugardaginn 31. maí 2025 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barcelona hefur staðfest það að félagið sé ekki að eltast við sóknarmanninn Viktor Gyokores fyrir sumargluggann.

Gyokores raðaði inn mörkum fyrir Sporting í Portúgal annað tímabilið í röð og er orðaður við fjölmörg stórlið.

Deco, yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona, staðfestir þó að hans menn séu ekki að horfa í að fá Gyokores í sumar.

,,Gyokores er frábær framherji sem gerði frábæra hluti fyrir Sporting en við erum ekki að horfa í þessa stöðu. Við erum með níu í Robert Lewandowski,“ sagði Deco.

Gyokores er einn eftirsóttasti framherji Evrópu og er orðaður við lið eins og Arsenal og Manchester United.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Guardiola líkir enska boltanum við NBA – Þetta er ástæðan

Guardiola líkir enska boltanum við NBA – Þetta er ástæðan
433Sport
Í gær

„Það léttir á öllu, það er bara svart og hvítt“

„Það léttir á öllu, það er bara svart og hvítt“