Mark Noble er besti fyrirliði sem Jack Wilshere hefur spilað með en hann greinir sjálfur frá þessu – Wilshere er í dag stjóri Norwich.
Wilshere hefur unnið með mörgum virtum leikmönnum á sínum ferli og var Cesc Fabregas hans fyrirliði um tíma í Arsenal.
Wilshere hefur lagt skóna á hilluna þrátt fyrir að vera 33 ára gamall en hann spilaði með Noble hjá West Ham í tvö ár.
,,Ég myndi segja að hann sé besti fyrirliðinn sem ég spilaði með,“ sagði Wilshere í samtali við TalkSport.
,,Hann var öðruvísi en Cesc. Cesc var örugglega besti leikmaður sem ég spilaði með en jafnvel í dag þá tek ég upp símann og hringi í Nobes. Ég ræði við hann og bið um ráð. Hann er eins og stóri bróðir minn.“
,,Hann er vinur allra, hann ræðir við alla sem eru til staðar og þá meina ég alla, líka starfsfólkið á æfingasvæðinu.“