Everton sýndi bakverðinum Denzel Dumfries áhuga á sínum tíma en það var aldrei í kortunum að skrifa þar undir.
Dumfries greinir sjálfur frá en hann var mjög eftirsóttur 2021 áður en hann skrifaði undir hjá Inter Milan eftir dvöl hjá PSV Eindhoven.
Everton var á meðal liða sem vildu fá bakvörðinn í sínar raðir en hann hafði miklu meiri áhuga á að spila fyrir Inter sem er í dag komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
,,Það tók smá tíma að klára félagaskiptin en þegar þetta gerðist þá fékk ég gæsahúð. Ég ræddi við umboðsmanninn minn á hverjum degi,“ sagði Dumfries.
,,Ég vildi mikið ganga í raðir Inter, ég fékk tilboð frá Everton en þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um.“
,,Þeir eru mikilvægir í Evrópu og á Ítalíu, þetta eru sigurvegarar. Borgin hafði einnig áhrif á mitt val.“