Vestri 2 – 0 Afturelding
1-0 Diego Montiel(‘7, víti)
2-0 Arnór Borg Guðjohnsen(’73)
Vestri er aftur komið á toppinn í Bestu deild karla eftir flottan heimasigur á Aftureldingu í fyrsta leik helgarinnar.
Vestri hefur komið flest öllum á óvart þetta árið og er með 13 stig eftir sex leiki og er í efsta sætinu.
Afturelding hefur einnig spilað nokkuð vel í sumar en var að tapa sínum þriðja leik og er með sjö stig.
Víkingur og Breiðablik eiga þó leiki til góða og geta komist við hlið Vestra með sigrum í sömu umferð en þau spila bæði á morgun.