Jack Grealish, leikmaður Manchester City, segir að það séu 100 prósent líkur á að hann spili í bandarísku MLS deildinni einn daginn.
Grealish gekk í raðir City frá Aston Villa fyrir 100 milljónir punda fyrir nokkrum árum en hefur ekki náð að standast allar væntingar í Manchester.
Þessi 29 ára gamli leikmaður er með hugmyndir varðandi framhaldið og ætlar sér að leika í Bandaríkjunum áður en ferlinum lýkur.
,,100 prósent, ég hef alltaf sagt það. Ég sagði við pabba minn fyrir ekki svo löngu að það væri efst á listanum,“ sagði Grealish.
,,Ég hef alltaf elskað Bandaríkin og ég tel að MLS sé á alvöru uppleið í dag. Fyrrum liðsfélagi minn Carles Gil fór þangað og talaði vel um deildina.“
,,Ég get svo sannarlega séð mig sjálfan í MLS deildinni í framtíðinni.“