Breyting hefur verið gerð á tveimur leikjum í Bestu deild karla, en þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.
Hefur leikur KR og ÍBV annað kvöld verið færður frá 17 til 19. Fer hann fram á heimavelli Þróttar í Laugardal þar sem framkvæmdir standa yfir í Vesturbænum.
Þá hefur heimaleikur ÍBV gegn KA um næstu helgi verið færður af Hásteinsvelli og á Þórsvöll, þar sem Eyjamenn hafa spilað fyrstu leiki mótsins.
Hefur leiknum þá verið flýtt frá 17 til 14.
Besta deild karla
KR – ÍBV
Var: Laugardaginn 10. maí kl. 17.00 á AVIS vellinum
Verður: Laugardaginn 10. maí kl. 19.00 á AVIS vellinum
Besta deild karla
ÍBV – KA
Var: Sunnudaginn 18. maí kl. 17.00 á Hásteinsvelli
Verður: Sunnudaginn 18. maí kl. 14.00 á Þórsvelli Vestmannaeyjum