Lið Chelsea stóð heiðursvörð fyrir Liverpool, venju samkvæmt eftir að lið hefur tryggt sér Englandsmeistaratitilinn þegar enn á eftir að spila leiki á tímabilinu.
Glöggir stuðningsmenn Liverpool vilja þó meina að einn leikmaður Chelsea hafi sýnt þeim vanvirðingu með því að klappa ekki fyrir leikmönnum hinna nýkrýndu meistara.
Um er að ræða Noni Madueke, en á myndbandinu hér að neðan (þar sem má sjá hann næst myndavélinni) að dæma virðist hann allavega ekki klappa mikið.
„Madueke sýnir algjöra vanvirðingu,“ skrifaði einn netverji, en dæmi hver fyrir sig.
Caicedo and Lavia giving Endo a guard of honour. Funny how things work out. pic.twitter.com/VJpV70wwuV
— James Pearce (@JamesPearceLFC) May 4, 2025