fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Segir Carragher að hætta að orða Liverpool við aðra bakverði – ,,Hjálpið mér í að skapa sömu umræðu sem var í kringumn Mo og Virgil“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 4. maí 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andy Robertson, bakvörður Liverpool, hefur grínast með það að hann vilji fá sömu meðferð og Mohamed Salah og Virgil van Dijk á næsta ári.

Salah og Van Dijk eru báðir búnir að krota undir nýjan samning við Liverpool en framtíð þeirra var lengi í lausu lofti – samningur beggja leikmanna átti að renna út í sumar.

Stuðningsmenn, sérfræðingar og blaðamenn gerðu lítið annað en að ræða framtíð þessara leikmanna sem hafa verið stórkostlegir fyrir Liverpool í vetur en liðið hefur tryggt sér enska meistaratitilinn.

Robertson er einnig mikilvægur hluti af liði Liverpool en hann verður samningslaus 2026 og á því aðeins eitt ár eftir af samningnum.

Skotinn var þó að margra mati ekki upp á sitt besta í vetur og hafa menn eins og Jamie Carragher kallað eftir því að félagið kaupi nýjan bakvörð í sumar.

,,Ég á aðeins eitt ár eftir af mínum samningi svo ég vona að þið getið hjálpað mér í að skapa sömu umræðu og var í kringum Mo og Virgil. Kannski gætir þú [Carragher] hætt að orða félagið við aðra vinstri bakverði!“ sagði Robertson.

,,Nei, nei, ég hef átt átta mögnuð ár hjá félaginu og á ennþá ár eftir. Ég er ekki eins ungur og áður en ég elska þetta félag og hef upplifað frábæra tíma svo við sjáum hvað framtíðin ber í skauti sér.“

,,Ég trúi því enn að ég geti skilað mínu á vellinum og tel að ég hafi sannað það á þessu tímabili. Vonandi get ég verið hér í mörg ár til viðbótar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Í gær

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Í gær

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu