Viktor Unnar Illugason er gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.
Hegðun manna í kringum Real Madrid, forseta félagsins, og leikmanna í úrslitaleik spænska bikarsins gegn Barcelona um síðustu helgi hefur mikið verið í umræðunni.
„Þetta er orðið ótrúlega pirrandi batterí, ef það var það ekki fyrir,“ sagði Helgi í þættinum.
Viktor tók undir þetta, en þess má geta að Börsungar unnu leikinn.
„Þetta er bara galin hegðun. En það er svo mikil ástríða þarna, þessir leikir eru svo stórir að menn verða bara eitthvað geðveikir.“
Nánar í spilaranum.