David de Gea var í gær spurður út í eigin framtíð en hann er markvörður Fiorentina á Ítalíu og verður samningslaus í sumar.
De Gea kom til Fiorentina á frjálsri sölu en markvörðurinn hefur staðið sig vel í vetur og er orðaður við endurkomu til Englands vegna þess.
Spánverjinn neitar að staðfesta það að hann spili með Fiorentina á næsta tímabili en útilokar ekki að halda áfram.
De Gea gerði garðinn frægan með Manchester United á Englandi og hefur jafnvel verið orðaður við brottför.
,,Ég tek einn dag í einu. Ég er að njóta lífsins í Flórens og nýt þess að spila ítalskan fótbolta. Ég vonast til að ná sem bestum árangri með mínu liði,“ sagði De Gea.
Albert Guðmundsson er leikmaður Fiorentina í dag og hefur notið þess að spila með þeim spænska.