Viktor Unnar Illugason er gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.
Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal, hefur verið langt frá sínu besta á leiktíðinni og átti það einnig við um leikinn gegn PSG í Meistaradeildinni á dögunum.
„Við erum búin að sjá hann eiga frábærar frammistöður áður en svo á hann heilt lélegt tímabil. Þetta er hálf fáránlegt,“ sagði Helgi í þættinum.
„Þetta snýst líka um sjálfstraust, hann hefur glímt við einhver meiðsli og bara ekki verið að finna sig,“ sagði Viktor áður en Hrafnkell sló aðeins á létta strengi.
„Fyrstu mistökin eru að mæta með þennan hökutopp til leiks. Það er eitthvað það dónalegasta og ógeðslegasta sem ég hef séð.“
Nánar í spilaranum.