Það er útlit fyrir að það verði nokkur barátta um Antony, kantmann Manchester United, í sumar.
Antony gekk í raðir United fyrir 85 milljónir punda frá Ajax 2022 en stóð engan veginn undir þeim verðmiða, áður en hann var lánaður til Real Betis í janúar.
Þar hefur Brasilíumanninum tekist að endurverkja feril sinn og vill Betis fá hann til sín endanlega, en spurningin er hvort félagið hafi efni á því.
Nú segja spænskir miðlar að Atletico Madrid hafi einnig áhuga og það er því útlit fyrir að United geti fengið eitthvað til baka af þeim peningum sem félagið eyddi í Antony í sumar.