Manchester City vann Wolves í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.
City er í baráttu um Meistaradeildarsæti en Úlfarnir sigla lygnan sjó.
Í kvöld var það Kevin De Bruyne sem gerði eina markið á 35. mínútu.
City er þar með komið upp í þriðja sæti með 64 stig og heldur margra liða baráttan um síðustu þrjú Meistaradeildarsætin áfram.
Wolves er í 13. sæti með 41 stig.