fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð og stærði sig af kynlífi sínu – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“

433
Miðvikudaginn 30. apríl 2025 20:30

Carmen Electra og Sasa Curcic.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aston Villa goðsögnin Brian Little fór um víðan völl í viðtali um ferilinn. Rifjaði hann meðal annars upp sögur af einum mest krefjandi leikmanni sem hann þurfti að þjálfa á ferlinum.

Little, sem er í dag 71 árs, spilaði allan sinn feril með Villa og stýrði svo liðinu frá 1994-1998. Hann fékk marga flotta leikmenn til liðsins en það er ekki hægt að segja að öll kaupin hafi heppnast vel. Það á svo sannarlega við um Serbann Sasa Curcic sem var keyptur á 3,5 milljónir punda frá Bolton árið 1996. Þótti það há upphæð í boltanum á þeim tíma.

Curcic var þó einnig þekktur sem „serbneski George Best“ vegna partístands og ekki af ástæðulausu. Hann skoraði að lokum ekki eitt mark í 29 leikjum á tíma sínum hjá Villa. Eitt sinn missti hann þá af sex vikum á miðju tímabili þar sem hann fór í fegrunaraðgerð á nefi.

„Sjúkraþjálfarinn hringdi í mig og sagði að Sasa Curcic væri í London að gangast undir fegrunaraðgerð og að hann gæti ekki spilað á laugardag. Hann var með rómanskt nef en kom út með allt öðruvísi nef,“ rifjaði Little upp, en sem fyrr segir missti Curcic ekki bara af leiknum þennan laugardaginn.

„Ég gat valið um að sekta hann um tveggja vikna laun eða losa mig við hann. Hann kostaði mig 3,5 milljónir svo það kom ekki til greina. En hann endaði á að fara í tvær svona aðgerðir.“

Það lá greinilega á fyrir Curcic að gangast undir þessa fegrunaraðgerð. Breski miðillinn Daily Star rifjar upp ummæli fyrrum eiginkonu hans, Lisa Aldred, sem segir hann hafa talað mikið um að vilja nef eins og hún var með. Vinir hennar hafi þá oft rætt nef Curcic við hana.

Curcic talaði þá mjög oft um kynlíf sitt og segist hafa sofið með fjölda frægra kvenna. Hann sagðist til að mynda hafa sofið hjá ofurfyrirsætunni Naomi Campbell í London og einnig Carmen Electra úr Baywatch. „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir. Hún var sú besta sem ég var með og klikkaðasta kona sem ég hef hitt,“ sagði hann um þá síðarnefndu á sínum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Enn einn markmaðurinn orðaður við Chelsea

Enn einn markmaðurinn orðaður við Chelsea
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Halla heimsótti hótel Stelpnanna okkar – Hrósað fyrir að lyfta liðinu upp

Halla heimsótti hótel Stelpnanna okkar – Hrósað fyrir að lyfta liðinu upp
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Jota ætlaði að taka ferjuna yfir til Englands – Var ráðlagt að fljúga ekki eftir aðgerð

Jota ætlaði að taka ferjuna yfir til Englands – Var ráðlagt að fljúga ekki eftir aðgerð
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Jurgen Klopp tjáir sig um andlát Diogo Jota – „Gaf frá sér ást og hugsaði vel um eiginkonu sína og börn“

Jurgen Klopp tjáir sig um andlát Diogo Jota – „Gaf frá sér ást og hugsaði vel um eiginkonu sína og börn“
433Sport
Í gær

Birta fyrstu myndina af bílnum eftir slysið – Talið að dekkið hafi sprungið á bíl Diogo Jota við framúrakstur

Birta fyrstu myndina af bílnum eftir slysið – Talið að dekkið hafi sprungið á bíl Diogo Jota við framúrakstur
433Sport
Í gær

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“