Franskir fjölmiðlar skjóta fast á Arsenal í dag, eftir tap liðsins gegn Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni í gær.
Um fyrri leik liðanna í undanúrslitum var að ræða og vann PSG 0-1 í London með marki Ousmane Dembele.
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, vildi sjá rafmagnað andrúmsloft á Emirates-leikvanginum í gær en það tókst ekki nægilega vel.
„Leikvangurinn var þögull eins og kirkja,“ segir til að mynda í franska miðlinum RMC Sport.
Þá óðu frönsku miðlarnir sérstaklega í einn leikmann Arsenal, Jurrien Timber, fyrir að hafa mistekist að ráð við Khcicha Kvaratskhelia hjá PSG.
Fékk hann þrjá til fjóra af tíu í einkunn frá flestum og var talað um að hann hafi upplifað martröð.
Seinni leikur liðanna fer fram í París eftir slétta viku og ljóst er að Arsenal á stórt verk fyrir höndum að reyna að snúa einvíginu við.