Jonas Gutierrez fyrrum leikmaður Newcastle ákvað í vikunni að mæta með gítar í miðborgina í Newcastle og spila á gítar.
Enginn áttaði sig á því að þarna var um að ræða leikmann sem spilað með félaginu í sjö ár.
Gutierrez var í herbúðum Newcastle frá 2008 til 2015 en hann og stuðningsmenn félagsins náðu vel saman.
Gutierrez hefur gengið í gegnum ýmislegt í lífinu en árið 2012 greindist hann með krabbamein í eista. Hann sigraðist á því.
Hann ákvað að mæta í miðborg Newcastle með gítarinn og glamraði þar.
Gutierrez er í dag 41 árs gamall og hefur lagt skóna á hilluna en þetta atvik má sjá hér að neðan.