fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433

Allt jafnt í hálfleik hjá Barcelona og Inter

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 30. apríl 2025 20:58

Raphinha ásamt Yamal.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barcelona tók á móti Inter í mögnuðum leik í kvöld, en um fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar var að ræða.

Gestirnir byrjuðu leikinn af ótrúlegum krafti og strax á 1. mínútu kom Marcus Thuram þeim yfir. Denzel Dumfries tvöfaldaði svo forskotið með frábærri afgreiðslu eftir hornspyrnu 20 mínútum síðar.

Börsungar vöknuðu til lífsins í kjölfarið og minnkaði Lamine Yamal muninn skömmu síðar. Ferran Torres jafnaði svo metin fyrir hálfleik og liðin gengu með 2-2 stöðu til búningsklefa.

Dumfries kom Inter yfir á nýjan leik á 64. mínútu en aftur svaraði Barcelona strax. Fór þá skot Raphinha í slána og af Yann Sommer markverði Inter og í markið.

Inter kom boltanum í markið á ný skömmu síðar en var það dæmt af vegna rangstöðu. Heimamenn voru líklegri til að nappa sigrinum á lokaandartökunum en meira var ekki skorað. Lokatölur 3-3 og allt opið fyrir leikinn í Mílanó.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nýta sér ákvæði í samningi Hallgríms og framlengja hann um eitt ár

Nýta sér ákvæði í samningi Hallgríms og framlengja hann um eitt ár
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Forráðamenn United vonast eftir því að Tottenham horfi til Garnacho

Forráðamenn United vonast eftir því að Tottenham horfi til Garnacho
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Chelsea staðfestir sölu sem skilar vænum hagnaði – Spilaði bara einn leik

Chelsea staðfestir sölu sem skilar vænum hagnaði – Spilaði bara einn leik
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tilbúnir að setja klásúlu um að þeir verði að kaupa Hojlund

Tilbúnir að setja klásúlu um að þeir verði að kaupa Hojlund
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fyrsti homminn leggur skóna á hilluna – Vill verja meiri tíma með barninu sínu

Fyrsti homminn leggur skóna á hilluna – Vill verja meiri tíma með barninu sínu