fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Afturelding landaði Benjamin Stokke á lokadegi gluggans

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 30. apríl 2025 12:16

Benjamin Stokke Mynd: Breiðablik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benjamin Stokke er genginn í raðir Aftureldingar en félagið gekk frá samningi við hann í gær á gluggadegi. Þetta herma öruggar heimildir 433.is.

Búið er að skila inn helstu pappírum til KSÍ en beðið er eftir staðfestingu frá knattspyrnusambandinu í Noregi.

Stokke er 34 ára gamall norskur framherji og varð markakóngur í B-deildinni þar í landi árið 2023.

Hann var eftir það tímabilið mættur til Íslands og var hluti af liði Breiðabliks sem varð ÍSlandsmeistari á síðustu leiktíð. Stokke skoraði fjögur mörk fyrir Blika en var mest á bekknum.

Stokke hefur undanfarið leikið með Eik Tönsberg í C-deildinni þar í landi en mætir nú aftur til Íslands.

Afturelding hefur verið að leita að framherja síðustu vikur en liðið hefur skorað eitt mark í fyrstu fjórum umferðum Bestu deildarinnar, það mark kom af vítapunktinum í sigri á Víkingi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Leikir færðir til og skjöldurinn fer á loft á laugardag

Leikir færðir til og skjöldurinn fer á loft á laugardag
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Valur fékk leyfi frá HK til að ræða við Hermann – Þeir sem ráða í Kórnum farnir að skoða aðra kosti

Valur fékk leyfi frá HK til að ræða við Hermann – Þeir sem ráða í Kórnum farnir að skoða aðra kosti
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hlustaðu á viðtal við Ólaf Inga: Segist taka við góðu búi af Halldóri – „Það er enginn að koma og kollvarpa því sem hefur gengið vel“

Hlustaðu á viðtal við Ólaf Inga: Segist taka við góðu búi af Halldóri – „Það er enginn að koma og kollvarpa því sem hefur gengið vel“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Valur var í samtali Ólaf Inga áður en hann fór í Kópavoginn

Valur var í samtali Ólaf Inga áður en hann fór í Kópavoginn
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vekja athygli á góðri tölfræði Amorim

Vekja athygli á góðri tölfræði Amorim
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Örlög KR og Vestra ráðast í talsverðu frosti og snjókomu

Örlög KR og Vestra ráðast í talsverðu frosti og snjókomu