fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Danskur kantmaður í raðir Víkings

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 29. apríl 2025 20:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ali Al-Mosawe hefur skrifað undir hjá Víkingi út þetta tímabil. Hann kemur frá Hilleröd.

Um er að ræða danskan kantmann sem hefur komið víða við og til að mynda leikið með yngri liðum FC Kaupmannahafnar.

Víkingur er með 7 stig eftir fyrstu fjórar umferðir Bestu deildarinnar og hefur einmitt verið talað um að liði vanti kantmann.

Tilkynning Víkings
Knattspyrnudeild Víkings tilkynnir að danski leikmaðurinn Ali Al-Mosawe (2003) hefur skrifað undir samning við félagið út þetta tímabil. Ali er fæddur og uppalinn í Danmörku en á ættir sínar að rekja til Írak og hefur hann leikið 7 leiki fyrir U-23 ára lið landsins og skorað í þeim 2 mörk.

Ali er leikinn vinstri fótar kantmaður og kemur í Hamingjuna frá danska liðinu Hillerød. Hann hóf ferilinn akademíu FC Nordsjælland og árið 2017 fluttist hann um set til LASK í Austurríki sem er lið sem  við Víkingar könnumst vel við. Árið 2018 fer hann fluttist hann aftur til Danmerkur og gekk til liðs við U19 lið F.C. København þar sem hann lék til ársins 2022. Þá var förinni heitið til B.93 í Danmörku og ári síðar fór hann til Portúgal og lék þar með CD Gouveia og CF Estrela Amadora (U23). Í lok árs 2024 flutti hann sig svo aftur til Danmerkur þar sem hann lék með Hillerød eins og áður segir.

Knattspyrnudeild Víkings býður Ali hjartanlega velkominn í Hamingjuna! 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Liverpool frestar því að hefja æfingar til að leikmenn fái tíma til að syrgja

Liverpool frestar því að hefja æfingar til að leikmenn fái tíma til að syrgja
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Henderson brast í grát þegar hann mætti fyrir utan Anfield til að votta Jota virðingu sína

Henderson brast í grát þegar hann mætti fyrir utan Anfield til að votta Jota virðingu sína
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Íslendingar taka upp venjur heimamanna – Hægt að fara afar nýstárlega leið á næsta leik landsliðsins

Íslendingar taka upp venjur heimamanna – Hægt að fara afar nýstárlega leið á næsta leik landsliðsins
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Útför Diogo Jota hefst í dag og lýkur á morgun

Útför Diogo Jota hefst í dag og lýkur á morgun
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum
433Sport
Í gær

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar