fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Danskur kantmaður í raðir Víkings

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 29. apríl 2025 20:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ali Al-Mosawe hefur skrifað undir hjá Víkingi út þetta tímabil. Hann kemur frá Hilleröd.

Um er að ræða danskan kantmann sem hefur komið víða við og til að mynda leikið með yngri liðum FC Kaupmannahafnar.

Víkingur er með 7 stig eftir fyrstu fjórar umferðir Bestu deildarinnar og hefur einmitt verið talað um að liði vanti kantmann.

Tilkynning Víkings
Knattspyrnudeild Víkings tilkynnir að danski leikmaðurinn Ali Al-Mosawe (2003) hefur skrifað undir samning við félagið út þetta tímabil. Ali er fæddur og uppalinn í Danmörku en á ættir sínar að rekja til Írak og hefur hann leikið 7 leiki fyrir U-23 ára lið landsins og skorað í þeim 2 mörk.

Ali er leikinn vinstri fótar kantmaður og kemur í Hamingjuna frá danska liðinu Hillerød. Hann hóf ferilinn akademíu FC Nordsjælland og árið 2017 fluttist hann um set til LASK í Austurríki sem er lið sem  við Víkingar könnumst vel við. Árið 2018 fer hann fluttist hann aftur til Danmerkur og gekk til liðs við U19 lið F.C. København þar sem hann lék til ársins 2022. Þá var förinni heitið til B.93 í Danmörku og ári síðar fór hann til Portúgal og lék þar með CD Gouveia og CF Estrela Amadora (U23). Í lok árs 2024 flutti hann sig svo aftur til Danmerkur þar sem hann lék með Hillerød eins og áður segir.

Knattspyrnudeild Víkings býður Ali hjartanlega velkominn í Hamingjuna! 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona