fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

,,Andrea Berta er mjög hrifinn af honum“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 22. apríl 2025 07:00

Mynd: Arsenal

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýr yfirmaður knattspyrnumála Arsenal er ‘mikill aðdáandi’ sóknarmannsins Viktor Gyokores sem spilar með Sporting.

Þetta segir fyrrum framherjinn Julio Baptista sem var um tíma hjá Arsenal en starfar sem sparkspekingur í dag.

Andrea Berta tók við sem nýr yfirmaður knattspyrnumála Arsenal fyrr á þessu tímabili og hefur víst mikinn áhuga á að fá Svíann til Englands.

Baptista segir að Berta sé aðdáandi leikmannsins sem hefur raðað inn mörkunum í Portúgal á þessu tímabili.

,,Við erum með Viktor Gyokores þarna, strákurinn er að skila ótrúlegri tölfræði – 45 leikir og 44 mörk og svo 11 stoðsendingar,“ sagði Baptista.

,,Arsenal er eitt af þeim liðum sem er talið vera að elta hann og ég skil af hverju. Andrea Berta er mjög hrifinn af honum, hann sýndi áhuga þegar hann var á mála hjá Atletico Madrid.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Amorim veit ekki hvort lykilmenn geti spilað á mánudag

Amorim veit ekki hvort lykilmenn geti spilað á mánudag
433Sport
Í gær

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð