fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
433Sport

Tilboð United samþykkt – Daninn skrifar undir á Old Trafford

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 28. janúar 2025 20:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er orðið ljóst að Patrick Dorgu fer til Manchester United frá Lecce í þessum félagaskiptaglugga.

Dorgu hefur verið sterklega orðaður við United undanfarna daga, en sjálfur hafði Daninn samþykkt samningstilboð félagsins.

Nú hefur Lecce þá samþykkt tilboð United. Talað var um að ítalska félagið vildi 40 milljónir evra fyrir Dorgu en lendingin er 30 milljónir vera og möguleiki á 5 milljónum evra síðar meir.

Aðeins á eftir að ganga frá smáatriðum áður en Dorgu verður formlega kynntur sem leikmaður United.

Um er að ræða vinstri bakvörð sem einnig getur spilað út á köntunum. Það má gera fastlega ráð fyrir að Ruben Amorim, stjóri United, ætli sér að nota hann sem vinstri vængbakvörð í kerfi sínu.

Lecce vildi halda Dorgu fram á sumar, en liðið er í hörku fallbaráttu í Serie A. Það er þó útlit fyrir að vilji leikmannsins hafi orðið ofan á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stuðningsmenn United fá mikil gleðitíðindi

Stuðningsmenn United fá mikil gleðitíðindi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United hefur viðræður vegna Brasilíumannsins

United hefur viðræður vegna Brasilíumannsins
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Óvæntar kjaftasögur á kreiki um stjörnuna

Óvæntar kjaftasögur á kreiki um stjörnuna
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Móðir og fimm ára sonur numin á brott í kjölfar innbrots – Faðirinn faldi sig undir rúmi

Móðir og fimm ára sonur numin á brott í kjölfar innbrots – Faðirinn faldi sig undir rúmi
433Sport
Í gær

Nafngreinir tvo heimsfræga menn sem tóku upp kynlífsmyndband: Var sjálfur mjög ósáttur – ,,Stelpan var miður sín“

Nafngreinir tvo heimsfræga menn sem tóku upp kynlífsmyndband: Var sjálfur mjög ósáttur – ,,Stelpan var miður sín“
433Sport
Í gær

Vardy kveður í sumar

Vardy kveður í sumar