Tottenham hefur gengið bölvanlega í ensku úrvalsdeildinni undanfarið og gengið í undanförnum leikjum er það versta í 17 ár.
Tottenham tapaði gegn fallbaráttuliði Leicester á heimavelli um helgina og hefur nú ekki unnið í sjö leikjum, þar af tapað sex.
Þetta er versta taphrina Tottenham síðan 2008, en þá tapaði liðið níu leikjum í röð milli maí og október.
Tottenham er í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og má segja að liðið sé í fallbaráttu. Mikill hiti er á stjóra liðsins, Ange Postecoglou, og margir vilja hann burt.
7 – Tottenham have failed to win any of their last seven Premier League games (D1 L6), their longest winless run in the top-flight since a nine-match stint between May and October 2008. Beaten. pic.twitter.com/cUoEGWue3T
— OptaJoe (@OptaJoe) January 26, 2025