Það er svakalegur hiti á Ange Postecoglou, stjóra Tottenham, þessa dagana og má sjá á Ástralanum að hann er farinn að segja til sín.
Hörmulegt gengi Tottenham hélt áfram í gær er liðið tapaði á heimavelli gegn fallbaráttuliði Leicester, 1-2. Liðið er í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig eftir 23 leiki.
Stuðningsmenn Tottenham hafa undanfarið látið reiði sína í garð Postecoglou í ljós. Í síðasta mánuði þurfti að leiða hann burt frá stuðningsmönnum sem voru brjálaðir út í hann eftir tap gegn Bournemouth.
Í gær áttu svipað atvik sér stað í kjölfar ummæla stuðningsmanns er Postecoglou var að gera sér leið af vellinum og inn í leikmannagöngin.
„Þú ferð með okkur niður um deild. Við föllum með þig hérna,“ sagði einn stuðningsmaður og við þetta virtist Postecoglou reiðast mjög.
Hann sneri við úr leikmannagöngunum og starði upp í stúku, áður en hann var leiddur í burtu.
Myndband af þessu er hér að neðan.
Tottenham fan to Ange Postecoglou
‘You’re taking us down, we’re going down with you’Ange seems to hear it and backtracks to respond to him then walks off.
Tense times at Tottenham 😂 pic.twitter.com/u4OsYrRrro
— Fun With Flares (@Funwithflares) January 26, 2025