fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
433Sport

Zaha búinn að skrifa undir

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. janúar 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wilfried Zaha er genginn í raðir Charlotte FC í Bandaríkjunum á láni frá Galatasaray.

Hinn 32 ára gamli Zaha gekk í raðir Galatasaray frá Crystal Palace fyrir síðustu leiktíð, eftir mörg frábær ár í London. Vildi hann uppfylla þann draum sinn að spila í Meistaradeild Evrópu.

Það gekk þó ekki alveg sem skildi í Istanbúl og var Zaha lánaður til Lyon í Frakklandi í sumar. Þar fékk hann aðeins að byrja einn leik og hefur hann nú verið lánaður út á ný, til Charlotte.

Lánið gildir út árið 2025 og er möguleiki að framlengja það út næsta ár, eða þar til samningur Zaha við Galatasaray er runninn út.

Charlotte hafnaði í fimmta sæti Austurdeildarinnar í MLS í fyrra og datt úr leik í 16-liða úrslitum úrslitakeppninnar. Þess má geta að Dean Smith, fyrrum stjóri Aston Villa meðal annars, stýtir bandaríska liðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stuðningsmenn United fá mikil gleðitíðindi

Stuðningsmenn United fá mikil gleðitíðindi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United hefur viðræður vegna Brasilíumannsins

United hefur viðræður vegna Brasilíumannsins
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Óvæntar kjaftasögur á kreiki um stjörnuna

Óvæntar kjaftasögur á kreiki um stjörnuna
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Móðir og fimm ára sonur numin á brott í kjölfar innbrots – Faðirinn faldi sig undir rúmi

Móðir og fimm ára sonur numin á brott í kjölfar innbrots – Faðirinn faldi sig undir rúmi
433Sport
Í gær

Nafngreinir tvo heimsfræga menn sem tóku upp kynlífsmyndband: Var sjálfur mjög ósáttur – ,,Stelpan var miður sín“

Nafngreinir tvo heimsfræga menn sem tóku upp kynlífsmyndband: Var sjálfur mjög ósáttur – ,,Stelpan var miður sín“
433Sport
Í gær

Vardy kveður í sumar

Vardy kveður í sumar