fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
433Sport

Markvörður Manchester United skráði sig í sögubækurnar með þessu í gær

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 13. janúar 2025 13:30

Altay Bayindir er í markinu í mögulegu byrjunarliði. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Altay Bayindir var hetja Manchester United gegn Arsenal í 4. umferð enska bikarsins í gær.

Eftir rólegan og markalausan fyrri hálfleik lifnaði leikurinn við í þeim seinni. Bruno Fernandes kom United yfir og skömmu síðar fékk Diogo Dalot sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Gabriel jafnaði fyrir Arsenal áður en Skytturnar fengu svo umdeilt víti þegar Kai Havertz fór niður í teignum eftir samstuð við Harry Maguire. Martin Ödeggard fór á punktinn en Bayindir varði frá honum.

Meira var ekki skorað og United vann svo leikinn í vítaspyrnukeppni. Þar varði Bayindir einmitt líka, þá frá Kai Havertz.

Skráði Tyrkinn sig þar með á spjöld sögunnar, en hann er sá fyrsti í sögu enska bikarsins sem ver víti í venjulegum leiktíma og vítaspyrnukeppni í sömu viðureigninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stuðningsmenn United fá mikil gleðitíðindi

Stuðningsmenn United fá mikil gleðitíðindi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United hefur viðræður vegna Brasilíumannsins

United hefur viðræður vegna Brasilíumannsins
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Óvæntar kjaftasögur á kreiki um stjörnuna

Óvæntar kjaftasögur á kreiki um stjörnuna
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Móðir og fimm ára sonur numin á brott í kjölfar innbrots – Faðirinn faldi sig undir rúmi

Móðir og fimm ára sonur numin á brott í kjölfar innbrots – Faðirinn faldi sig undir rúmi
433Sport
Í gær

Nafngreinir tvo heimsfræga menn sem tóku upp kynlífsmyndband: Var sjálfur mjög ósáttur – ,,Stelpan var miður sín“

Nafngreinir tvo heimsfræga menn sem tóku upp kynlífsmyndband: Var sjálfur mjög ósáttur – ,,Stelpan var miður sín“
433Sport
Í gær

Vardy kveður í sumar

Vardy kveður í sumar