fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Thomas Frank elskar 66°Norður

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 6. janúar 2025 12:00

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danski knattspyrnustjórinn Thomas Frank, sem stýrir Brentford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hefur reglulega sést í klæðnaði frá íslenska fataframleiðandanum 66°Norður á hliðarlínunni síðustu ár.

Frank sást fyrst í Öxi jakkanum fyrir þremur árum en hefur sífellt bætt í 66°Norður fataskápinn sinn síðan þá. Hann hefur auk þess klæðst OK jakkanum og Dyngju vestinu. Á dögunum sást hann klæðast Drangjökull úlpunni á hlíðarlínunni í Lundúnarslag Brentford og Arsenal.

Frank úr leiknum í Drangajökull úlpunni.
Mynd: Getty

66°Norður er einmitt með verslun á Regent Street í London og þangað kemur kappinn reglulega í heimsókn. Þá gæti hann hafa fallið fyrir íslenska fatamerkinu í Kaupmannahöfn en þar er 66°Norður einnig með verslun.

Íslenski landsliðmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson leikur einmitt með Brentford og Frank hrósaði Hákoni í hástert eftir leik liðsins gegn Brighton á dögunum sem endaði með markalausu jafntefli. Hákon kom þá inn á í sínum fyrsta leik með liðinu og varði mjög vel í markinu. Hann var þó á varamannabekknum gegn Arsenal sem vann 3-1 sigur á Brentford í leiknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bróðir Kobbie Mainoo vakti athygli á Old Trafford í gær – Klæðnaður hans var fast skot á Amorim

Bróðir Kobbie Mainoo vakti athygli á Old Trafford í gær – Klæðnaður hans var fast skot á Amorim
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stuðningsmenn United brjálaðir út í dómgsæluna – Hálstak og hendur

Stuðningsmenn United brjálaðir út í dómgsæluna – Hálstak og hendur
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tanja uppljóstraði um draum sinn í viðtali við Þórhall – „Ég hef ekki látið vita af mér“

Tanja uppljóstraði um draum sinn í viðtali við Þórhall – „Ég hef ekki látið vita af mér“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ummæli Guardiola vekja athygli – Gagnrýndi leikmann sinn harkalega eftir gærdaginn

Ummæli Guardiola vekja athygli – Gagnrýndi leikmann sinn harkalega eftir gærdaginn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta er sögð vera upphæðin sem Davíð Þór reif fram til að fá Kára úr Laugardalnum

Þetta er sögð vera upphæðin sem Davíð Þór reif fram til að fá Kára úr Laugardalnum
433Sport
Í gær

Skammast sín eftir helgina

Skammast sín eftir helgina
433Sport
Í gær

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins