fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433Sport

Thomas Frank elskar 66°Norður

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 6. janúar 2025 12:00

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danski knattspyrnustjórinn Thomas Frank, sem stýrir Brentford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hefur reglulega sést í klæðnaði frá íslenska fataframleiðandanum 66°Norður á hliðarlínunni síðustu ár.

Frank sást fyrst í Öxi jakkanum fyrir þremur árum en hefur sífellt bætt í 66°Norður fataskápinn sinn síðan þá. Hann hefur auk þess klæðst OK jakkanum og Dyngju vestinu. Á dögunum sást hann klæðast Drangjökull úlpunni á hlíðarlínunni í Lundúnarslag Brentford og Arsenal.

Frank úr leiknum í Drangajökull úlpunni.
Mynd: Getty

66°Norður er einmitt með verslun á Regent Street í London og þangað kemur kappinn reglulega í heimsókn. Þá gæti hann hafa fallið fyrir íslenska fatamerkinu í Kaupmannahöfn en þar er 66°Norður einnig með verslun.

Íslenski landsliðmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson leikur einmitt með Brentford og Frank hrósaði Hákoni í hástert eftir leik liðsins gegn Brighton á dögunum sem endaði með markalausu jafntefli. Hákon kom þá inn á í sínum fyrsta leik með liðinu og varði mjög vel í markinu. Hann var þó á varamannabekknum gegn Arsenal sem vann 3-1 sigur á Brentford í leiknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum