Manchester Evening News segir frá því að Manchester United sé byrjað að skoða það hvað félagið þarf að gera næsta sumar til að styrkja liðið sitt.
Þeir sem stjórna félaginu vilja fá inn miðvörð, vinstri bakvörð, miðjumann og kantmann.
Nefnt er að félagið sé farið að skoða það alvarlega að kaupa Eberechi Ezeb kantmann Crystal Palace, sá verður með klásúlu næsta sumar.
Þá er Jarrad Branthwaite miðvörður Everton á lista eins og í sumar en United hætti við kaup vegna verðmiðans sem Everton skellti á hann.
Dan Asworth yfirmaður knattspyrnumála hjá United fer með þessi mál og virðist strax byrjaður að plana næsta sumar.