Kieran Trippier bakvörður Newcastle er að gera allt til þess að losna frá Newcastle áður en félagaskiptaglugginn í Tyrklandi lokar.
Glugginn í Tyrklandi lokar á föstudag en Trippier er 33 ára gamall.
Bæði Fenerbache og Besiktas hafa áhuga á að semja við enska landsliðsmanninn.
Fenerbache leikur undir stjórn Jose Mourinho og vill hann fá Trippier til félagsins.
Trippier hefur byrjað tímabilið á bekknum hjá Newcastle en hann var einnig orðaður við lið á Englandi í sumar.