Harry Kane mun spila í sérstökum takkaskóm á morgun þegar England mætir Finnlandi í Þjóðadeildinni, skórnir verða gullhúðaðir.
Kane er að fara spila sinn 100 landsleik á morgun og ákvað Skechers að framleiða nýja skó fyrir hann.
Kane er einn besti sóknarmaður sem England hefur átt en hann prufaði nýju skóna á æfingu í dag.
Englendingar leika í B-deild Þjóðadeildarinnar og unnu Íra á laugardag þar sem Kane tókst ekki að skora í 2-0 sigri.
Kane er á sínu öðru tímabili hjá FC Bayern en áður lék hann með Tottenham.
Special golden boots for Harry Kane in training ahead of his 100th England cap 🪙 💯#bbcfootball #ENGvFIN pic.twitter.com/TuhYTEzsdM
— Match of the Day (@BBCMOTD) September 9, 2024