fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Rekinn fyrir að áreita kvenmenn í vinnunni: Birtu skilaboðin í fjölmiðlum – ,,Ég vil sjá þig í bikiní, þú getur ekki skammað mig fyrir það“

433
Sunnudaginn 8. september 2024 10:30

Jenas og eiginkona hans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jermaine Jenas er heldur betur í klandri en hann er giftur maður og á börn með eiginkonu sinni.

Jenas hefur undanfarin ár starfað sem sparkspekingur hjá BBC Sport en var rekinn úr starfi fyrir að senda óviðeigandi skilaboð á kvenkyns samstarfsmenn.

Daily Mail hefur nú birt nokkur skilaboð sem Jenas á að hafa sent en konan í þessu tilfelli er 38 ára gömul og er ekki nafngreind.

Jenas fór langt yfir strikið í þessum viðræðum við konuna en hann hefur sjálfur játað upp á sig sökina.

,,Ég hætti ekki að hugsa um þessar myndir af þér þegar þú sendir þær. Þegar þær berast þá hugsa ég með mér… Loksins fæ ég að sjá þennan líkama,“ á Jenas að hafa sagt.

Nokkrum dögum seinna þá sagði konan Jenas að hún og vinkona sín ætluðu að skemmta sér á ströndinni og hafði hann þetta að segja:

,,Allt í lagi… Ég vil sjá þig í bikiní, þú getur ekki skammað mig fyrir það.“

Seinna sagði konan við Jenas að hún væri ekki hrifinn af því að senda myndir í gegnum síma og þá svaraði hann:

,,Ég veit það en þú veist hvernig þetta er þegar þú ert í burtu. Alveg frá því ég sá þig fyrst þá hef ég hugsað um þig.“

Seinna sendi Jenas konunni nektarmyndir en hún segist sjálf hafa verið í áfalli eftir ákveðin skilaboð stjörnunnar.

Jenas er fyrrum enskur landsliðsmaður og lék fyrir lið eins og Tottenham á sínum ferli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Heimir rifjaði upp vondar minningar með Íslandi eftir drátt gærdagsins

Heimir rifjaði upp vondar minningar með Íslandi eftir drátt gærdagsins
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Urðu agndofa þegar hann sagði þeim frá launum sínum

Urðu agndofa þegar hann sagði þeim frá launum sínum
433Sport
Í gær

Segir að Vísir sé í heilögu stríði við íþróttafélögin á Íslandi – „Alltaf eitthvað tilfinningaklám“

Segir að Vísir sé í heilögu stríði við íþróttafélögin á Íslandi – „Alltaf eitthvað tilfinningaklám“
433Sport
Í gær

Carragher varar Liverpool við – Ef þeir kaupa ekki í þessa stöðu í janúar gæti liðið misst af sæti í Meistaradeildinni

Carragher varar Liverpool við – Ef þeir kaupa ekki í þessa stöðu í janúar gæti liðið misst af sæti í Meistaradeildinni