The Mirror greinir frá því að Manchester City ætli að eyða allt að 300 milljónum punda í leikmenn ef Pep Guardiola yfirgefur félagið 2025.
Margir búast við því að Guardiola yfirgefi City eftir tímabilið en hann hefur náð ótrúlegum árangri undanfarin ár.
City er ekki í hættu á að brjóta fjárlög UEFA en liðið þénaði alls 140 milljónir punda í sumarglugganum.
City er því í góðri stöðu hjá UEFA og getur eytt ansi góðri upphæð næsta sumar sem verður mögulega undir nýjum stjóra.
Guardiola hefur sjálfur afrekað allt sem hann hefur viljað afreka hjá City og gæti reynt við nýja áskorun á næsta ári.