Stuðningsmenn Chelsea voru í raun agndofa yfir frammistöðu vængmannsins Jadon Sancho í gær.
Sancho er alls ekki vinsæll á meðal stuðningsmanna Manchester United en hann stóðst ekki væntingar á Old Trafford.
United ákvað að lána Sancho til Chelsea í sumar og spilaði Englendingurinn sinn fyrsta leik í gær.
Sancho kom inná sem varamaður í hálfleik en hann lagði upp eina mark leiksins á Christopher Nkunku.
Sancho var besti maður vallarins eftir innkomuna og átti margar flottar rispur í tæpum 1-0 sigri.
,,Jadon Sancho, þú ert ótrúlegur,“ skrifaði einn á samskiptamiðlinum X og bætir annar við: ,,Þetta er Sancho sem við þekkjum, þvílíkur leikmaður.“
Fjölmargir aðrir tóku undir þessi ummæli en Chelsea þarf að kaupa leikmanninn næsta vetur eftir að lánssamningi lýkur.
Sancho var valinn bestur af Sky Sports eftir leik eins og má sjá á myndinni hér fyrir ofan.