Pep Guardiola er bálreiður þar sem hans menn þurfa að spila tvo leiki á tveimur dögum þann 22. september og svo þann 24.
Manchester City er lið Guardiola en leikið er mikilvægan deildarleik gegn Arsenal á sunnudaginn 22. september.
Aðeins tveimur dögum seinna eða á þriðjudag þarf City að spila við Watford í enska deildabikarnum og fá stjörnurnar nánast enga hvíld fyrir viðureignina.
,,Við spiluðum gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar sem fór svo í framlengingu, af hverju þurftum við svo að spila á laugardegi en ekki sunnudegi?“ sagði Guardiola.
,,Sjónvarpsmennirnir sögðu að þetta væri vegna áhorfs, nei það var alls ekki þannig. Manchester United spilaði við lið í Championship-deildinni sem stóð sig frábærlega, Coventry, sá leikur fékk meira áhorf.“
,,Af hverju gátum við ekki spilað á sunnudaginn? Ég bara skil það ekki. Þeir segjast vera að vernda sína vöru. Ég svaraði, þetta er ekki vara, þetta er mitt félag og þetta eru mínir leikmenn.“