Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi, Robinho tapaði áfrýjun sinni og þarf áfram að dúsa í fangaklefa í Brasilíu fyrir grófa nauðgun.
Klefinn er of lítill að hans mati og kvartar Robinho mikið. Í fangelsinu spilar hann fótbolta með morðingjum og kynferðisafbrotamönnum en Robinho er einmitt inni fyrir slíkt brot.
Robinho var dæmdur í níu ára fangelsi á Ítalíu árið 2017 fyrir aðild að hópnauðgun á stúlku frá Albaníu sem átti sér stað árið 2013. Robinho var dæmdur sekur vegna skilaboða í síma hans, þar sem hann talaði um að stúlkan hefði verið ofurölvi.
Fyrir dómstólum kom fram að Robinho hafi niðurlægt konuna og að auki reynt að blekkja saksóknara með lögmanni sínum, þeir hafi breytt framburði sínum sem búið var að fara yfir og samþykkja af öllum aðilum.
Lögreglan í Brasilíu ákvað loks að hjálpa til í málinu og var Robinho handtekinn og færðu í fangaklefa á þessu ári en áfrýjun var hafnað að öllu leyti.