Guðmundur Andri Tryggvason er orðinn leikmaður KR. Þetta herma mjög öruggar heimildir 433.is.
KR hefur nú staðfest þetta.
KR kaupir Guðmund af Val en sóknarmaðurinn knái snýr heim til uppeldisfélagsins.
Guðmundur er orðinn lögleglur með KR og getur spilað gegn FH á mánudag.
Samningur Guðmundar við Val var að renna út eftir tímabilið.
Óskar Hrafn Þorvaldsson yfirmaður knattspyrnumála hjá KR hefur viljað sækja uppalda leikmenn.
Guðmundur kom til Vals árið 2020 frá Start en fann sig ekki hjá Val.