David de Gea er orðinn leikmaður Fiorentina á Ítalíu en þetta staðfestir félagið nú í kvöld.
De Gea er 33 ára gamall Spánverji en hann hefur ekki spilað fótboltaleik í meira en ár eftir dvöl í Manchester.
De Gea yfirgaf Manchester United fyrir síðasta tímabil og spilaði ekkert í vetur en hélt sér þó í fínu standi.
Spánverjinn spilaði með United frá árinu 2011 en hann gerir eins árs samning við Fiorentina með möguleika á framlengingu.