Manchester United er í reynd búið að semja við Noussair Mazraoui og Matthijs de Ligt til fimm ára. Allt er klappað og klárt.
Báðir eru leikmenn FC Bayern og þarf United að ná samkomulagi þar áður en allt gengur í gegn.
United þarf líka að byrja á því að selja áður en fleiri koma inn.
Báðir þessir leikmenn eru skjólstæðingar Rafaela Pimenta sem tók við öllu þegar Mino Raiola lést en hún hafði aðstoðað hann.
Búist er við að bæði Mazraoui og De Ligt verði leikmenn United á næstu vikum.
🔴⤵️ Man United keep working on both Mazraoui and de Ligt deals with same agent, Pimenta.
Mazraoui and de Ligt have both agreed on 5 year deal with Man United. 🤝🏻 https://t.co/W43nL4LmgL
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 2, 2024