Chelsea gæti verið búið að ná samkomulagi við enskt úrvalsdeildarfélag um sölu á framherjanum Romelu Lukaku.
Lukaku er alls ekki vinsæll á Stamford Bridge en hann kom aftur til félagsins 2021 fyrir um 100 milljónir punda.
Belginn stóðst alls ekki væntingar í London og var stuttu seinna farinn aftur til Ítalíu á láni og er til sölu í dag.
Lukaku er enn leikmaður Chelsea en samkvæmt ítalska miðlinum CalcioMercato þá er framherjinn mögulega á leið til Aston Villa.
Ef Chelsea nær samkomulagi við Villa um kaupverð þá er þó ekki víst að Lukaku sé reiðubúinn að fara til Birmingham – hann vill frekar halda til Ítalíu á ný.
AC Milan, Napoli og Roma hafa sýnt leikmanninum áhuga en hann fær 325 þúsund pund á viku hjá Chelsea og eru það laun sem fá félög geta borgað.