Liverpool hefur frumsýnt nýjan varabúning en það er Nike sem framleiðir búninga Liverpool líkt og síðustu ár.
Búningurinn fær mikið lof frá flestum en hann er svartur með grænu ívafi.
Búningurinn verður frumsýndur á velli annað kvöld þegar Liverpool mætir Manchester United í æfingaleik. Leikurinn fer fram í Bandaríkjunum.
Arne Slot nýr þjálfari Liverpool hefur verið að koma liðinu í gang og hefur Liverpool litið vel út í fyrstu leikjum hans.
Búninginn má sjá hér að neðan.