fbpx
Þriðjudagur 10.september 2024
433Sport

Aron Einar minnist orða systur sinnar sem á sérmerkt sæti í Þorpinu – „Ekki vissi ég samt að ég væri að missa tíma með þér“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 2. ágúst 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson minnist orða systur sinnar í fallegum pistli nú þegar hann er mættur heim á Akureyri til uppeldisfélagsins. Aron skrifaði undir tveggja ára samning við Þór.

Tinna Björg Malmquist Gunnarsdóttir, systir Arons lést á síðasta ári langt fyrir aldur fram en Aron minnist orða hennar nú þegar hann er mættur heim eftir 18 ára atvinnumannaferil.

„Þú ert ekki að missa af neinu hérna heima Aron minn, vertu úti eins lengi og þú getur og hefur heilsu í” sagði Tinna alltaf við mig þegar maður var farinn að sakna heim og tuða yfir löngu tímabili, ekki vissi ég samt að ég væri að missa tíma með þér!,“
skrifar Aron í færslu á Instagram.

Í myndbandi sem fylgir með sést að Tinna á sérmerkt sæti í stúkunni á heimavelli Þórs í Þorpinu á Akureyri.

Tinna líkt og Aron og öll þeirra fjölskylda eru miklir Þórsarar og það kom aldrei annað til greina hjá Aroni en að koma heim í Þór.

„Ég er kominn heim í hamar heim þar sem allt þetta byrjaði og þar vil ég og á að enda. Þór er mitt lið og Hamar er minn staður,“ skrifar Aron einnig.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Aron Gunnarsson (@arongunnarsson)

Aron var samningslaus eftir að samningur hans við Al-Arabi í Katar rann út í síðasta mánuði.

Þessi 35 ára gamli fyrirliði íslenska landsliðsins er því að mæta heim í Þorpið og tekur slaginn með uppeldisfélaginu í Lengjudeildinni.

Aron hefur glímt við nokkur meiðsli undanfarið ár en er að komast á skrið og vonast til að geta hjálpað Þór í þeirri baráttu sem félagið er í. Þór á áfram veika von að ná fimmta sæti Lengjudeildarinnar sem gefur sæti í umspil um laust sæti í deildinni en frammistaða liðsins í sumar hefur verið vonbrigði.

Aron Einar yfirgaf Þór fyrir 18 árum þegar hann gekk í raðir AZ Alkmaar í Hollandi, hann lék eftir það með Coventry og Cardiff í enska boltanum áður en hann hélt til Katar sumarið 2019.

Aron hefur spilað 103 landsleiki fyrir hönd Íslands og í flestum þeirra verið fyrirliði liðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta eru fimm bestu markmennirnir á Íslandi í sumar – Anton Ari trónir á toppnum

Þetta eru fimm bestu markmennirnir á Íslandi í sumar – Anton Ari trónir á toppnum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Albert á leið til landsins og svarar til saka – Mikill fjöldi vitna verður kallaður til

Albert á leið til landsins og svarar til saka – Mikill fjöldi vitna verður kallaður til
433Sport
Í gær

Einkunnir eftir svekkjandi tap í Tyrklandi – Stefán Teitur bestur í íslenska liðinu

Einkunnir eftir svekkjandi tap í Tyrklandi – Stefán Teitur bestur í íslenska liðinu
433Sport
Í gær

Þetta sagði þjóðin yfir sjónvarpinu í kvöld: Gummi Ben sendi skilaboð – „Settu helvítis hljóðið á Jóhann“

Þetta sagði þjóðin yfir sjónvarpinu í kvöld: Gummi Ben sendi skilaboð – „Settu helvítis hljóðið á Jóhann“