Úrslitaleikur Mjólkurbikars kvenna fer fram á Laugardalsvelli föstudaginn 16. ágúst þar sem Valur og Breiðablik mætast.
Miðasala fer fram á tix.is þar sem hægt er að kaupa miða annars vegar á svæði Vals og hins vegar á svæði Breiðabliks.
Aðgangseyrir er 500 kr. fyrir 16 ára og yngri og 2500 kr. fyrir 17 ára og eldri. miðaverð hækkar (hækkar í kr. 3.000 á leikdag).
Dómari: Arnar Þór Stefánsson
Aðstoðardómarar: Andri Vigfússon og Þórður Arnar Árnason
Fjórði dómari: Twana Khalid Ahmed
Eftirlitsmenn KSÍ: Bryndís Sigurðardóttir og Jón Magnús Guðjónsson