Kylian Mbappe skoraði mark í sínum fyrsta opinbera leik fyrir Real Madrid þegar liðið vann Atalanta 2-0 í leik um Ofurbikarinn í gær.
Staðan var markalaus í hálfleik en Federico Valverde og Mbappe reimuðu á sig markaskóna í þeim síðari.
Mbappe kom frítt til Real Madrid frá PSG í sumar og er byrjaður að skora.
Mbappe klæðist treyju númer níu hjá Real Madrid en treyja númer 7 var upptekin þar sem Vini Jr. er í henni.
Mark Mbappe má sjá hér að neðan.
POV: You get to see Mbappe’s first goal with #RealMadrid #KylianMbappe pic.twitter.com/71Ei9UmAFq
— MARCA in English 🇺🇸 (@MARCAinENGLISH) August 14, 2024